Nykursykur

Áframhald könnunar á æstri mynsturgerð og litagleði í nýju handþrykktu fatalínunni Nykursykur. Blóðþyrstir nykrar sem svamla um í vatninu ásamt bruddum beinum fórnarlamba þeirra leika aðalhlutverkið í innblæstri línunnar.

Nykurinn í öllum sínum óhugnaði er heiðraður í þessari nýju línu. Í undirdjúpum vatnsins má finna leifar beina hinna ýmsu kvikinda sem nykurinn hefur dregið niður með sér og étið. Línan byggir á sömu hugmyndafræði og sú síðasta: Það sem leynist bak við skugga 4. víddar, þar sem mynstur gradering kemur við sögu en í því felst að öll mynstur línunnar ganga upp hvort í annað en geta einnig staðið ein og sér. Sniðin hafa verið hönnuð til þess að mynstrin njóti sín sem best en sækja einnig innblástur í matrósabúninga og hvernig klæði hreyfist í vatni. Litirnir vísa að sama skapi í blóð sem blandast vatni og í litadýrð bertálkna sem kunna að leynast á botni polla þar sem nykurinn heldur sig.

Ljósmyndir: Gunnlöð Jóna 
Hörpuleikari: Sólveig Thoroddsen
Dansarar: Erla Rut Mathiesen,
Eydís Rose Vilmundardóttir,
Sara Margrét Ragnarsdóttir
Continuing exploring frenzied printmaking and colourfulness in the new hand screen printed clothing collection Nykursykur. The collection stars the folkloric bloodthirsty Nykur, a waterdwelling horse with backwards facing hooves as it swims among all the broken bones of past victims.

The Nykur in all its horror is honoured in this new collection. Remnants of the many creatures the Nykur has devoured may be found in the depths of the murky water. Print grading is the main focus of the collection, same as with the last collection What lurks in the shadows of the 4th Dimension, and that means each and every print can be added to every other print in the collection but can stand on its own as well. The silhouettes have been designed to emphasize the prints but draw inspiration from sailor’s clothing and the movement of cloth in water as well. The colours draw inspiration from blood dissolving in water and from the colorful splendor of nudibranchs as they creep on the bottom of pools by the Nykur’s backward facing hooves.

Photographer: Gunnlöð Jóna
Harpist: Sólveig Thoroddsen
Dancers: Erla Rut Mathiesen,
Eydís Rose Vilmundardóttir,
Sara Margrét Ragnarsdóttir