Space Abyss

Útskriftarlína úr Listaháskóla Íslands 2014.

Eiginleikar geimvísindamyndarinnar færðir til mosagróinnar jarðar. Sú er hugmyndin bakvið innblástur þessarar línu.

Hugmyndin var að sameina sterílar ímyndir geimbúninga vísindakvikmynda við faðmandi huggulegheit blíðrar jarðar. Notast var við sterkar línur og geometríu til þess að standa fyrir geimbúningana. Til þess að ná fram eiginleikum mjúkrar lautar heimavið var töluverð vídd sett í sumar flíkurnar, en það var hugsað sem andstæða gegn köldu víðáttubrjálæði geimsins. Þessar andstæður má einnig sjá í munstrinu þar sem forsögulegir loðfílar eru settir saman við háhýsi. Einnig koma fram vissar línur í líkamsbyggingu loðfílsins í sniðum línunnar. Í litavali varð dæmigerður litaskali fútúrísks vísindaskáldskapar fyrir valinu.


Ljósmyndir: Charlie Strand

Förðun: Helga Björnsdóttir

Fyrirsæta: Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir
Graduation collection from Iceland Univeristy of the Arts 2014.

Elements of the outer space scifi movie taken back to the mossgrown earth. That is the idea behind this collections inspiration.

The concept was to unify the sterile ideas concerning outer spacesuits of science fiction films and the cozyness of sweet mother earth. Strong shapes were used with geometry to represent the spacesuits. To draw forth the qualities of a soft valley, with all the warmness of home, some of the clothing had large volume to contrast against the cold agoraphobia of outer space. This contrast can also be seen in the pattern where prehistoric mammoths are united with skyscrapers. Some similarities are to be observed between the silhouettes of a mammoth and the clothing. When choosing the colours the final choice was a typical colour scale from the outer space scifi movie.

Photographs: Charlie Strand

MUA: Helga Björnsdóttir

Model: Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir